Hladdu niður Cricut-appinu og skráðu þig inn í DesignSpace (Cricut-appið er til í PlayStore og AppleStore) á netinu er Design Space
Tengdu Cricut við rafmagn og með USB við tölvuna
Í spjaldtölvu þarf að fara í Settings - Bluetooth - opna fyrir Cricut tengingu (Pin er 0000)
Í Design Space er nauðsynlegt að skrá sig inn en það þarf ekki að kaupa áskrift. Með nýrri vél fæst þó einn mánuður í ókeypis áskrift (það þarf að skrá sig í áskrift í gegnum AppStore á Íslandi)
Í Design Space er hægt að hanna ýmislegt. Þar er hægt að nálgast ókeypis myndir en líka er hægt að nálgast myndir á netinu og vinna þær áfram í t.d. InkScape. Design Space tekur inn myndir á formati: jpg, gif, bmp, svg eða dxf. Athuga að ef myndir eru vistaðar í svg í InkScape þarf að vista þær sem Plain SVG (ekki InkScape SVG).